Þrúgur reiðinnar og nauðgun náttúrunnar
Sigríður Guðmarsdóttir heldur fyrirlestur í fimmtu stofu (2.h.) aðalbyggingar Háskóla Íslands mánudaginn 23. febrúar n.k. kl. 15:00-16:00.
Um efni fyrirlestursins segir Sigríður:
"Ein af algengustu líkingum um texta fyrstu vistfemínísku guðfræðinganna er líkingin um nauðgun náttúrunnar. Eru þessi tengsl milli arðráns og nauðgunar gagnleg fyrir vistguðfræðiumræðu nútímans eða hæfa aðrar betur umhverfisumræðum nútímans? Ég hef valið mér "Þrúgur reiðinnar" eftir John Steinbeck sem ramma utan um þessa eftirgrennslan mína um líkingar af umhverfisspjöllum sem náttúrunauðgun. Í fyrsta lagi bendi ég á að Steinbeck og vistfemínískir frumkvöðlar, s.s. Mary Daly og Rosemary Radford Ruether eiga það sameiginlegt að nota líkinguna um umhverfisspjöll sem nauðgun náttúrunnar. Í öðru lagi bendi ég á apókalþptísk minni í umhverfisnauðgunarfrásögnum Steinbecks sem eiga að mínum dómi mikið sameiginlegt með vistfemínismanum. Í þriðja lagi bendi ég á túlkun Steinbecks á konum sem eins konar jarðmæðrum. Ef Steinbeck og nauðgunarlíkingar hans eiga ýmislegt sameiginlegt með vistfemínismanum tel ég að hægt sé að nota vistfemínismann til að gagnrýna eðlishyggjulegar móðurstaðalímyndir um konur og náttúru hjá Steinbeck."
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þrúgur reiðinnar og nauðgun náttúrunnar“, Náttúran.is: 21. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/21/um-umhverfisspjoll-sem-nauogun-natturunnar-ofl/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.