Strandlengjan í Reykjavík örugg til útivistar
Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur segir að öll sýni sem tekin voru í júní við strandlengju Reykjavíkur hafi verið innan viðmiðunarmarka. Hvergi hefur orðið vart við skólpmengun. Mörkin í nánd við fjörur eru 100 saurkólígerlar í 100 millilítrum.
Umhverfis- og samgöngusvið vaktar strandlengju borgarinnar. Heilbrigðisfulltrúar taka sýni mánaðarlega á ellefu stöðum. Sýnatökustaðir eru valdir með tilliti til þess hvar líklegt er að fólk stundi útivist. Sýni sem tekin voru 25. júní síðastliðinn bera vitni um ómengaða strönd í Reykjavík. Viðmiðunarmörk fyrir saurmengun á útivistarsvæðum í nánd við fjörur eru 100 saurkóligerlar í 100 millilítrum samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp.
Vöktun strandlengjunnar 2008 - Niðurstöður gerlamælinga 25. júní
Saurkólígerlar | Enterókokkar | |
Brautarholt | 24 | 2 |
Kjalarnes | 11 | 1 |
Kollafjörður | 0 | 1 |
Staðahverfi | 5 | 1 |
Eiðsvík | 3 | 2 |
Elliðavogur | 2 | 2 |
Laugarnes | 0 | 0 |
Ægisíða | 0 | 0 |
Skerjafjörður | 0 | 0 |
Nauthólsvík | 1 | 1 |
Grafarvogur | 1 | 2 |
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Strandlengjan í Reykjavík örugg til útivistar “, Náttúran.is: 4. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/04/strandlengjani-reykjavik-orugg-til-utivistar/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.