Ráðstefna undir yfirsögninni „Meðvituð um tískuna: Tískuiðnaðurinn og sjálfbærni“ verður haldin í Norræna húsin þ. 24. mars kl. 9:30-12:00 en ráðstefnan er hluti af NORRÆNA TÍSKUTVÍÆRINGNUM sem haldinn er 19.3 - 05.4.2009.

Tíska snýst ekki einungis um ytra útlit, gæði né verðmiða. Tískuiðnaðurinn er einn mengaðasti iðnaðurinn í heiminum í dag. Hönnuðir og framleiðendur þurfa því að horfast í augu við samfélagslega ábyrgð sína í framleiðsluferlinu. Svo tískuhönnun geti talist sjálfbær þarf að taka tillit til margra þátta s.s. sanngjarnra viðskiptahátta, lífræns fatnaðar, dýraverndar og þróun textíls.

Fyrirlesararnir eru sérfræðingar á sínu sviði og munu varpa ljósi á margvíslegar hliðar er snerta sjálfbæra fataframleiðslu og hönnun.

Dagskrá:

  • Lykilfyrirlesari er Ann Thorpe, höfundur The Designers-Atlas of Sustainability. hvernig hönnuðir nálgast þau. designers-atlas.net
  • Aðrir fyrirlesarar eru Karin Stenmar en hún framleiðir gallabuxur úr lífrænt ræktaðri bómul og er allt ferli framleiðslunnar vistvænt og starfsmenn verksmiðjunnar fá sanngjörn laun.
  • Malin Eriksson stofnandi Clean Clothes Campaign í Svíþjóð og Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. renaklader.org

Allt áhugafólk um náttúruna, hönnun og framtíðarsýn framleiðsluiðnaðar ætti ekki að láta ráðstefnuna framhjá sér fara. Ekkert þátttökugjald en vinsamlegast skráið ykkur hjá ilmur@nordice.is.

Birt:
13. mars 2009
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Ráðstefna um tískuiðnaðinn og sjálfbærni“, Náttúran.is: 13. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/12/raostefna-um-tiskuionaoinn-og-sjalfbaerni/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. mars 2009
breytt: 14. mars 2009

Skilaboð: