"Grænt" hip hop: Dr. Octagon - Trees
Rapparinn Dr. Octagon (einnig þekktur sem Kool Keith og Black Elvis) er talsmaður fyrir umhverfið. Lag hans Trees má finna á plötu hans frá 2006, The Return of Dr. Octagon.
Þó lagið sé ekki beint rökrétt og skiljanlegt þá kemur það samt skilaboðum á framfæri:
“Watch your atmosphere and pesticides / Control damaging trees and roots / A bunch of chemicals y’all turnin’ it loose.”
Í viðlaginu er rappað "The trees are dyin´!" sem er ekki alveg satt en gæti líka verið ákveðin myndlíking. Það er ein setning í laginu sem vekur sérstaka athygli:
"Information is more concealed." (ísl: Upplýsingar eru vel faldar)
Hægt er að hala niður laginu, sem inniheldur tvö remix og 1$ rennur til herferðarinnar Friends Of The Earth´s Big Ask.
Til að skoða myndbandið við "Trees" smellið hér .
Fyrir þá sem vilja kynna sér THINK herferð MTV er bent á að fara á vef THINK .
Upplýsingar af Treehugger
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „"Grænt" hip hop: Dr. Octagon - Trees“, Náttúran.is: 15. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/15/graent-hip-hop-dr-octagon-trees/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.