Hjóladagur fjölskyldunnar verður laugardaginn 19. september. Þátttakendur munu hittast á völdum áfangastöðum þar sem reyndir hjólreiðamenn taka á móti og fylgja hópnum í Nauthólsvík. Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu munu hittast á reiðhjólum í Nauthólsvík og hjóla ásamt hópnum í Ráðhúsið þar sem boðið verður upp á hressingu.

„Við ætlum að fá sem flesta út að hjóla og skapa góða hjólreiðastemningu í borginni, við viljum að vera sýnileg og jafnvel fyrirferðamikil í umferðinni,“ segir Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri Samgönguviku 2009 og segir það ánægjulegt að sjá fólk í stórum hópum hjóla um borgina.

Hjóladagur fjölskyldunnar er árviss viðburður í borginni. Honum lýkur í Ráðhúsinu þar sem þátttakendur geta fylgst með Tjarnarsprettinum þar sem hjólaðir eru 15 hringir í kringum Tjörnina á götuhjólum. Einnig bjóða fagmenn áhorfendum upp á listir sínar á BMX freestyle hjólum.

Sjá hjólaleiðir og áfangastaði á hjóladaginn hér.

Suðurlest:
11:30     frá Thorsplani í Hafnarfirði
12:10     frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50     frá Gerðasafni í Kópavogi
Austurlest:
11:30     frá Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00     frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12.10     frá Gullinbrú í Grafarvogi
12:30     frá Minjasafni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
Vesturlest:
12:45     frá Seltjarnarneslaug
13:00     frá Ægisíðu
13:45     allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14:00     Ráðhús Reykjavíkur
14:30     Tjarnarsprettinn á götuhjólum ræstur
15:00     hjólasirkus Freestyle snillinga í Ráðhúsinu í Reykjavík
15:30     verðlaunaafhending Tjarnarsprettsins
16:00     Reykjavíkur DownTownHill 2x frá Hallveigarstíg niður fyrir MR

Birt:
18. september 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hjóladagur fjölskyldunnar á laugardaginn! “, Náttúran.is: 18. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/17/hjoladagur-fjolskyldunnar-laugardaginn/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. september 2009
breytt: 18. september 2009

Skilaboð: