Það sem af er árinu 2008 hafa 38 skólar fengið náð fyrir augum stýrihóps um Grænfána og hafa fengið fána í vor eða fá hann í upphafi skólaárs í haust. Þetta eru 15 leikskólar, 22 grunnskólar og einn framhaldsskóli. 25 þessara skóla eru nú að fá sinn fyrsta fána en hinir að fá fána í annað, þriðja eða jafnvel fjórða skipti. Í allt eru skólar í verkefninu nú 118 og 66 þeirra eru komnir með fána. Í þessum skólum eru hátt í 26.000 nemendur og um 4.400 kennarar og annað starfsfólk svo að rúmlega 30.000 manns eru að vinna að því að fá eða halda Grænfána. Þetta er um 10% af íslensku þjóðinni.

Landvernd er rekstraraðili Grænfánans á Íslandi. Sjá vef Grænfánans/Landverndar.
Myndin er tekin við hátíðahöld Grænfánaafhendingar í Norðlingaholtsskóla 2007. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
10. júní 2008
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Grænfáninn verður vinsælli með hverju ári“, Náttúran.is: 10. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/10/graenfaninn-verour-vinsaelli-meo-hverju-ari/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. júlí 2008

Skilaboð: