„Félag um mannspekilækningar“ tekur til starfa
Þann 03.09.2005 var fyrsti fundur félags um mannspekilækningar haldinn hér á landi. Tillaga um nafnið „Grös og listir“ hefur borist, sem er lýsandi titill fyrir starfsemi félagsins. Ef nafnið þykir þjált og þægilegt í meðförum verður það fest sem nafn félagsins en það mun verða gert á fyrst aðalfundi félgagsins sem boðað verður til fyrir vorjafndægur á næsta ári. Á fundinum voru 18 félagar.
Stjórn var kosin til tveggja ára og samþykkt voru lög félagsins sem eru eftirfarandi í fyrstu þrem liðum:
- Tilgangur félagsins er að stuðla að því að meðferðarform og lyf mannspekilækninga verði valkostur og viðbót við aðrar lækningaðferðir á Íslandi
- Að breiða út þekkingu um lækningaaðferðir mannspeki á Íslandi
- Mynda hóp sem hefur áhuga á mannspekilækningum
Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Myndin var tekin af fundarmönnum fyrir utan skemmu Waldorfskólans að Lækjarbotnum að loknum fundi.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Lækjarbotnum, PH 10011, 130 Reykjvík.
Nánari upplýsingar um félagið veitir Sigurlaug Jónsdóttir í síma: 864 9600.
Netfang hennar er sigur@icesoft.is .
Mannspeki er íslenska heitið á „Anthroposophy“ - sem mótað var af heimspekingnum Rudolf Steiner í byrjun 20. aldar.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Félag um mannspekilækningar“ tekur til starfa“, Náttúran.is: 3. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/mannspekilaekningar_fel/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 11. maí 2007