Er það mögulegt að Växjö sem er borg í suðurhluta Svíþjóðar, sé grænasti staðurinn í Evrópu ?
Þó mikil tregða sé fyrir því að vera með þessa öfgafulla staðhæfingu er þó ástæða til þess að borgin fái þennan titil.
Evrópusambandið færði þessari litlu borg verðlaun fyrir sjálfbæra þróun - sem jafnast á við það sérkenni að vera "grænasta borg Evrópu".

Ástæðan fyrir sjálfbæra árangur borgarinnar er eitt orkuver. Ólíkt flestum orkuverum, sem byggja á kol eða olíu sem uppsprettu að orku, gengur orkuver Växjö fyrir viðarbútum og úrgangi frá sögunarverksmiðju borgarinnar.
Auk þess sem verið sér fyrir rafmagni, þá sér það einnig fyrir 90% af upphitun borgarinnar og heitu vatni.
"Við erum í miðju eldiviðarskþli og við vildum notfæra okkur það," segir Tommy Sanch, sem vinnur í stjórnstöð orkuversins.

Hvernig orkuverið starfar er einfalt: Gasið sem verður til þegar viður brennur er þjappað saman í vökva, sem er hreinsað og dælt um alla borgina - sem sér fyrir kranavatni og upphitun.

Það sem er skrítnast við þessa litlu borg í Svíþjóð, er hversu snemma hún ákvað að verða "græn". Eftir að hafa tilkynnt fyrir tíu árum að borgin ætlaði að verða jarðefnaeldsneytislaus borg fyrir árið 2050, hefur Växjö tekið mörg spor í rétta átt. Borginni hefur þegar tekist að minnka kolefnismagn á mann um 25% og hefur nú minnsta þéttbýlismagn í Evrópu.

Næsta stig borgarinnar: Minnka mengun sem orsakast af bílum og byggingum. Þó að borgarráðið eigi þegar flota af bílum sem ganga fyrir etanóli, hefur þeim enn ekki tekist að fá borgarbúa til að gera eins.
Einnig er á dagskrá að breyta almenningssamgöngum og að bjóða upp á ókeypis bílastæði fyrir umhverfisvæna bíla.
Til að minnka losun frá heimilum og skrifstofum, er borgin að fara að fjárfesta í byggingum úr við.

Frétt og mynd tekin af Treehugger

Birt:
27. júlí 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Växjö: Grænasta borg Evrópu?“, Náttúran.is: 27. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/26/vxj-grnasta-borg-evrpu/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júlí 2007
breytt: 27. júlí 2007

Skilaboð: