Pappír
Ef við spörum pappír spörum við skóginn. Að gera úttekt á pappírsnotkun getur verið hagkvæmt. Yfirleitt er hægt að minnka pappírsnotkun um 25-40% með virkri pappírsstjórnun.
Flestir prentarar geta prentað beggja vegna á pappírinn. Ef þú getur lesið smátt, prentaðu þá tvær síður á hverja síðu. Með aðgangsstýringu er hægt að minnka eða koma í veg fyrir að fólk prenti út óþarfa pappír.
Þegar þú kaupir pappír ?
Athugaðu hvort þú getur fengið endurunninn pappír ?
Svansmerktur pappír er einnig umhverfisvænn, jafnvel þótt hann sé ekki endurunninn.
Notkun pappírs:
Notaðu báðar hliðar pappírsins áður en þú hendir honum. Leyfðu krökkunum að teikna á pappír sem prentað hefur verið á öðru meginn. Einnig getur þú notað pappírinn sem krasspappír.
Reyndu að lesa sem mest á tölvuskjá í stað þess að prenta út.
Förgun:
Hægt er að endurvinna stærstan hluta pappírsins. Ekki er þó hægt að endurvinna plasthúðaðan pappír. Hægt er að endurvinna drykkjarfernur.
Pappír er verðmætur, sérstaklega hvítur pappír. Endurvinnslufyrirtæki fá borgað fyrir að endurnýta hann.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran „Pappír“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/pappr/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2007