Saltpéturssýruleki í Hellisheiðavirkjun í nótt
Um eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak út í andrúmsloftið í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Enginn var í stöðvarhúsinu þegar lekinn hófst, en viðvörunarkerfi fór í gang og öryggisverðir náðu að loka svæðum umhverfis leikann. Hópur 15 slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu, sem hlotið hefur þjálfun í viðbrögðum við eiturefnaslysum, er nú að störfum í stöðinni og verður fram eftir degi.
Alls voru átta tonn af efninu í stöðinni, og er það notað til að hreinsa rör. Fulltrúar vinnu- og heilbrigðiseftirlitanna, ásamt lögreglumönnum frá Selfossi fylgjast með framvindu mála. Óljóst er hve mikið tjón hefur hlotist af lekanum.
-
Wikipedia, frjálsa alfræðiritið segir eftirfarandi um saltpéturssýru:
Saltpéturssýra er eitruð sýra sem er afar ætandi. Fræðiheitið er vetnisnítrat og formúlan er HNO3.
Hún er notuð við framleiðslu sprengiefna og áburðar svo dæmi séu tekin.
Sjá einnig öryggisleiðbeiningar á vef Skeljungs.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Saltpéturssýruleki í Hellisheiðavirkjun í nótt“, Náttúran.is: 28. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/saltpeturssyruleki_hellish/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007