Eins og tilkynnt var um með „10 grænum skrefum“* Reykjavíkur fyrr á árinu stóð til að veita þeim sem aka visthæfum ökutækjum undaný águ frá því að greiða í stöðumæla í Reykjavík. Nokkurn tíma hefur tekið að vinna í málinu en nú er s.s. málið komið í gegn og búið að skilgreina hver er vistæfur og hver ekki og tæknileg útfærsla undaný águ frá gjaldtöku ákveðin.

Undir „visthæfa bíla“ falla í dag um fjórtán hundruð bifreiðar á götum landsins og úrvalið tekur yfir um 20 gerðir allt frá tvinn-bílum til diesel-, vetnis-, etanól-, metan- og bensínbíla. Til að nýta sér undaný águ frá gjaldtöku þarf ökumaður visthæfs bíls að nálgast sérstakar skífur hjá viðkomandi bílaumboði. Ef bíllinn þinn fellur undir það að vera „visthæfur“ er hámarkstími á endurgjaldslaus stæði 90 mínútur í senn. Skífan er sett í glugga bifreiðarinnar og tíminn stilltur. Tímaskífur eru notaðar í bíla víða um heim, þá sem mælikvarði á hvenær komið er í stæði, alveg burtséð frá því hvort að bíllinn er visthæfur eða ekki. Hugmyndin að því að nota ákveðna skífu til að merkja visthæfa bíla á þennan hátt er harla góð, sérstaklega þar sem notkun tímaskífu tíðkast hér annars ekki.

 

Hvað eru visthæfir bíla að mati Reykjavíkurborgar?

Reykjavíkurborg skilgreinir visthæfa bíla eftir eldsneytiseyðslu og eldsneytisgerð og falla alls 22 bíltegundir undir kröfurnar skv. lista Bílgreinasambandsins. Bensínbílar sem geta kallast visthæfir eyða í blönduðum akstri 5 lítrum á 100 km eða minna, oger CO2-útblástur þeirra að hámarki 120 g/km.
Þegar kemur að dieselbílum skal eyðsla í blönduðum akstri vera að hámarki 4,5 lítrar á 100 km en CO2-útblástur sá sami, eða 120 g/km.
Svokallaðir tvíorkubílar, sem nota t.d. metan/bensín eða etanól/bensín skulu ekki eyða yfir 5 lítrum á hverja 100 km í blönduðum akstri og skal útblásurinn ekki fara yfir 120 g/km.
Bílgreinasambandið dreifir lista yfir bíla sem uppfylla kröfur Reykjavíkurborgar og má nálgast hann á síðu Bílgreinasambandisin.

Eftirfarandi bílar voru kynntir sem visthæfir á blaðamannafundnum í gær:

B&L: Getz, 1,5 CRDi.
Bernhard: Peugeot 107, Peugeot 207, Honda Civic Hybrid.
Brimborg: Citroën C1 WTi, Citroën C3 1,4 Hdi, Ford Fiesta 1,4 TDCi, Ford Fusion 1,4 TDCi.
Hekla: VW Touran 2,0, VW Polo 1,4 TDi, Audi sportback, Kia Picanto 1,0.
Toyota: Toyota Prius 1,5 VVTi, Toyota Aygo 1,0 VVTi, Toyota Yaris 1,4 D-4D.

Sjá nánar um hvað felst i „Grænum skrefum“ Reykjavíkurborgar sem innleidd verða á næstu árum.

Birt:
3. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Visthæfir bílar fá frí bílastæði í Reykjavík“, Náttúran.is: 3. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/03/visthfir-blar-f-fr-blasti-reykjavk/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: