Hugrún Ívarsdóttir er einn þátttakenda matarklasans Matur úr Eyjafirði (Matur úr héraði)1. Hugrún er Akureyringur, menntuð í útstillingahönnun frá Dupont Danmarks Dekoratørfagskole í Kaupmannahöfn. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar jöfnum höndum við útstillingar og eigin verkefni þeirra á meðal er verkefnið, Mynstrað munngæti, sem sný r að munsturgerð í mat með aðaláherslu á laufabrauð. Laufabrauðsserviettur Hugrúnar komu á markað fyrir nokkrum árum og hafa notið gríðarlegra vinsælla.

Jólafrímerkið 2007 sem og jólaprþði póstsins er afrakstur verkefnis Hugrúnar Mynstraðs munngætis en Hugrún hélt einnig eftirminnilega sýningu á listhönnun sinni í Amtbókasafninu á Akureyri í desmber sl.

Myndin sýnir viskastykki í munngætislínu Hugrúnar. Einnig eru til löberar, svuntur og dúkar en fleiri nýjungar eru væntanlegar úr smiðju Hugrúnar bráðlega. Sjá vef Hugrúnar. 1Sjá alla þátttakendur í Mat úr Eyjafirði, þ.á.m. „Merkileg“ fyrirtæki Hugrúnar hér á Grænum síðum.

Birt:
30. mars 2009
Uppruni:
Merkilegt
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Laufabrauðsmynstur - þjóðlegur arfur endurfæðist“, Náttúran.is: 30. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/30/laufabrauosmynstur-thjoolegur-arfur-lifgaour-vio/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: