Virkni borholu við Hverahlíð tvöfaldaðist að morgni 29. maí
Jarðskjálftinn í gær hafði meðal annars þau áhrif að virkni í einnar þriggja borhola Orkuveitu Reykjavíkur í Hverahlíð tvöfaldaðist. Það er holan sem nú blæs undir hlíðinni og þá telja kunnugir sig einnig hafa orðið vara við aukna yfirborðsvirkni í hverunum sem hlíðin er kennd við og blasa við frá þjóðveginum.
Viðbúið er að hverir á Hengilssvæðinu hafi eflst og er rétt að benda útivistarfólki á að fara um með aukinni varúð þess vegna.
Í raun eru jarðskjálftar endurnýjunarafl jarðhitaauðlindarinnar. Riðu þeir ekki yfir með reglulegu millibili myndi auðlindin kólna smátt og smátt að sögn Eiríks Hjálmarssonar kynningarfulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.
Athygli vekur að aukin virkni varð í borholunni strax í gærmorgun, þónokkrum klukkustundum fyrir fyrsta skjálfann sem reið yfir um þrjúleitið.
Myndin er tekin af holunni í dag. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Virkni borholu við Hverahlíð tvöfaldaðist að morgni 29. maí“, Náttúran.is: 30. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/30/virkni-borholu-vio-hverahlio-tvofaldaoist-ao-morgn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.