Vatnssparnaður á baðinu
Þú getur sparað vatn á baðinu með margvíslegum hætti. Ef þú ferð í stutta sturtu, þá notar þú einungis 1/3 af því vatni sem þú hefðir notað ef þú hefðir farið í bað. Með því að setja sparhöfuð á sturtuna getur þú sparað enný á meira af vatni. Klósettið á að sjálfsögðu að vera vatnssparandi. Á meðan þú burstar tennurnar er ráðlagt að skrúfa fyrir vatnið. Vatnsleki þótt lítill sé, getur eytt vatni ótæpilega. Gættu þess að það dropi ekki úr sturtu eða krönum. Krani sem droppar lítillega getur fyllt heilt baðkar á einum degi.
Birt:
27. mars 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Vatnssparnaður á baðinu“, Náttúran.is: 27. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. apríl 2007