Ekki vart við skólpmengun við strandlengjuna
Mengun hefur verið undir umhverfismörkum í Skerjafirði og Nauthólsvík síðastliðin fjögur ár. „Við höfum vaktað strandlengjuna undanfarin ár og það hefur ekki orðið vart við skólpmengun á þessu svæði,“ segir Svava S. Steinarsdóttir hjá umhverfiseftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar.
Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir.is hafa að undanförnu fjallað um mögulega skólpmengun í Skerjafirði og Nauthólsvík. Umhverfis- og samgöngusvið vill af þessu tilefni taka fram að það vaktar strandlengju borgarinnar og benda á að slík mengun hefur ekki mælst. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi segir að sýni séu tekin mánaðarlega á 11 stöðum frá apríl fram í október en vaktað er frá Brautarholti á Kjalarnesi til Nauthólsvíkur. „Fjöldi saurkólígerla og enterókokka í strandsjó er kannaður,“ segir Svava og að ef saurkólígerlar eru til staðar í sýni í miklu magni getur það bent til skólpmengunar. Ef enterókokkar eru til staðar er það þó líklega af náttúrulegum uppruna, til dæmis frá fuglum og dýrum.
Sýnatökustaðir eru valdir með tilliti til þess hvar líklegt er að fólk stundi útivist og eru sýntökustaðir bæði í Nauthólsvík, rétt við Ylströndina og í Skerjafirði, skammt frá gömlu olíubryggju Skeljungs. Niðurstöðurnar hafa almennt verið mjög góðar. „Ef í ljós kæmi að hætta væri á ferðum yrði það tilkynnt almenningi,“ segir Svava.
Á þessu ári hafa sýni í Skerjafirði og Nauthólsvík komið afar vel út og ekki orðið vart við skólpmengun. Síðast voru sýni tekin í gærmorgun og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Umhverfismörk fyrir saurmengun á útivistarsvæðum í nánd við fjörur 100 gerlar í 100 millilítrum samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. „Sýni sem tekin hafa verið í Skerjafirði og Nauthólsvík eru innan þeirra marka,“ segir Svava og segir að um sumarmánuðina sé líftími gerlanna stuttur í sjó þar sem þeir þola illa útfjólubláa geisla sólarinnar. Mynd: Heilbrigðisfulltrúi frá Reykjavíkurborg við sýnatöku í morgun.
Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir.is hafa að undanförnu fjallað um mögulega skólpmengun í Skerjafirði og Nauthólsvík. Umhverfis- og samgöngusvið vill af þessu tilefni taka fram að það vaktar strandlengju borgarinnar og benda á að slík mengun hefur ekki mælst. Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi segir að sýni séu tekin mánaðarlega á 11 stöðum frá apríl fram í október en vaktað er frá Brautarholti á Kjalarnesi til Nauthólsvíkur. „Fjöldi saurkólígerla og enterókokka í strandsjó er kannaður,“ segir Svava og að ef saurkólígerlar eru til staðar í sýni í miklu magni getur það bent til skólpmengunar. Ef enterókokkar eru til staðar er það þó líklega af náttúrulegum uppruna, til dæmis frá fuglum og dýrum.
Sýnatökustaðir eru valdir með tilliti til þess hvar líklegt er að fólk stundi útivist og eru sýntökustaðir bæði í Nauthólsvík, rétt við Ylströndina og í Skerjafirði, skammt frá gömlu olíubryggju Skeljungs. Niðurstöðurnar hafa almennt verið mjög góðar. „Ef í ljós kæmi að hætta væri á ferðum yrði það tilkynnt almenningi,“ segir Svava.
Á þessu ári hafa sýni í Skerjafirði og Nauthólsvík komið afar vel út og ekki orðið vart við skólpmengun. Síðast voru sýni tekin í gærmorgun og er niðurstöðu að vænta á næstu dögum. Umhverfismörk fyrir saurmengun á útivistarsvæðum í nánd við fjörur 100 gerlar í 100 millilítrum samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. „Sýni sem tekin hafa verið í Skerjafirði og Nauthólsvík eru innan þeirra marka,“ segir Svava og segir að um sumarmánuðina sé líftími gerlanna stuttur í sjó þar sem þeir þola illa útfjólubláa geisla sólarinnar. Mynd: Heilbrigðisfulltrúi frá Reykjavíkurborg við sýnatöku í morgun.
Birt:
26. júní 2008
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Ekki vart við skólpmengun við strandlengjuna “, Náttúran.is: 26. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/26/ekki-vart-vio-skolpmengun-vio-strandlengjuna/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.