AltaRock orkufyrirtætkið í Bandaríkjunum hefur hætti við tveggja miljarða tilraunaverkerfni í Sausalito þar sem til stóð að bora niður á 4 kílómetra dýpi og dæla vatni í heit jarðlög til að fá heitt vatn og gufu. Skþringar fyrirtækisins voru að við borunina hefði komið í ljós „jarfræðileg frávik“ en útskýrðu það ekki nánar. AltaRock leitar nú að nýjum stað fyrir áframhaldandi tilraunir.

Í Anderson Springs, nærliggjandi bæ, hafa íbúar kvartað undan titringi og litlum skjálftum og telja að tilraunaborunin gæti verið valdur að þeim. Svipuð tilraun í Sviss rennir stoðum undir þá kenningu en þar olli borun 3,4R stiga skjálfta.

Jarðfræðingar segja að verkefni af þessu tagi valdi sannarlega skjálftum en flestum svo litlum að þeir séu vart merkjanlegir. Yfirvöld orku og skipulagsmála í Bandaríkjunum endurskoða nú heimildir til slíkra tilrauna til að sprengja berg í jarðlögum til hitunar vatns. Það hefur svo sín áhrif á fjárfesta og styrki frá hinu opinbera.

Vonir stóðu til að verkefnið gæti aukið framleiðslu rafmangs og hita með minni gróðurhúsaáhrifum en hefbundin tækni.

Hér á landi hafa enn ekki verið leyst vandamál með mengun frá jarðvarmavirkjunum s.s. útblæstri koltvísýrings, sem er verulegur, og mengun af völdum brennisteinsvetnis og arsens (arsenik) sem fellur til við slíkar virkjanir.

byggt á grein San Francisco Chronicle

Mynd: Gufustrókur á Hellisheiði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
6. september 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Vandræði með djúpborun og niðurdælingu“, Náttúran.is: 6. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/06/vandraeoi-meo-djupborun-og-niourdaelingu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: