Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina stendur fyrir opnum fundi um Rammaáætlun og ný náttúruverndarlög í kvöld, mánudaginn 1. október kl. 20.00 á Hallveigarstíg 1. Sérstakur gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun fjalla um tvö mikilvæg mál á málasviði nefndarinnar og taka þátt í umræðum um stöðu þeirra og ferlið framundan í ...
Efni frá höfundi
Grænþvottur í Kaupmannahöfn? 15.12.2009
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins muni kalla fram hamfaralíkar breytingar á veðurfari og lífríki jarðar á þessari öld. Hér þarf ekki að þkja neitt, nóg ...
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins ...
Löggjöf Evrópusambandsins hefur átt stóran þátt í því að flýta fyrir framförum á ýmsum sviðum umhverfismála hér á landi. Megnið af löggjöf Evrópusambandsins á sviði umhverfismála hefur verið tekið upp í íslenska löggjöf vegna EES samningsins og ýmis íslensk lög á þessu sviði eru nær einvörðungu byggð á reglugerðum og tilskipunum Evrópusambandsins. Má þar m.a. nefna lög um mengunarvarnir ...
Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður í dag. Ræða umhverfisráðherra við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var svohljóðandi:Ágætu hátíðargestir.
Það er mér mikill heiður sem umhverfisráðherra að vera viðstödd þennan merka viðburð í sögu okkar Íslendinga. Í dag stofnum við Vatnajökulsþjóðgarð, stærsta þjóðgarð í Evrópu og þjóðgarð sem er einstakur á heimsvísu. Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eru Íslendingar að ráðast í stærsta náttúruverndarverkefni frá upphafi. Vatnajökulsþjóðgarður ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti í dag ávarp á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem fram fer á Bali í Indónesíu. Í ávarpinu fjallaði umhverfisráðherra m.a. um áherslu ríkisstjórnar Íslands á að iðnríkin minnki losun sína um 25-40% fyrir árið 2020 svo að koma megi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C.
Áherslur ríkisstjórnarinnar vegna samningaviðræðna á ...
Umhverfisráðherra hefur sent frá sér þessa tilkynningu til skráðra veiðimanna:
Ágæti veiðimaður!
Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni ...
Ég mun beita ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: