Það er einkennilegt að ræktun erfðabreytts byggs utandyra skuli vera leyfð á Íslandi, áður en að óyggjandi niðurstöður á umhverfisáhættu liggja fyrir. Því er einnig einkennilegt að hópur 37 vísindamanna landsins skuli vera algjörlega sannfærður um að lítil hætta sé á genaflæði frá erfðabreyttum byggplöntum til óbreyttra plantna eins og fóðurbyggs sem ræktað er víða á landinu. Hvernig geta þeir ...
Efni frá höfundi
Ræktun erfðabreytts byggs utandyra 18.4.2011
Það er einkennilegt að ræktun erfðabreytts byggs utandyra skuli vera leyfð á Íslandi, áður en að óyggjandi niðurstöður á umhverfisáhættu liggja fyrir. Því er einnig einkennilegt að hópur 37 vísindamanna landsins skuli vera algjörlega sannfærður um að lítil hætta sé á genaflæði frá erfðabreyttum byggplöntum til óbreyttra plantna eins og fóðurbyggs sem ræktað er víða á landinu. Hvernig geta þeir verið vissir um að hættan á genaflæði sé hverfandi?
Mig grunar að þessi sameiginlega skoðun þeirra byggi á rannsókn sem ...
Í grein minni í Morgunblaðinu 16. september í fyrra útskýrði ég að bygg geti víxlfróvgast þótt það sé sjálffrjóvgunartegund. Það er einmitt þessi náttúrulega víxlfrjóvgun sem þarf að vera full metin þegar hugað er að ræktun erfðabreytts byggs utandyra.
Samt segir dr. Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF líftækni, í grein sinni „Byggfræi breytt í verksmiðju“ í Fréttablaðinu laugardaginn 10. júlí ...