Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit lýsa andstöðu við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Byggingin er samkvæmt teikningu öll langt innan 200 metra verndarlínu laganna. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir ...
Efni frá höfundi
Hafna nýju hóteli á bakka Mývatns 12.7.2016
Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit lýsa andstöðu við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. Framkvæmdin gangi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár. Byggingin er samkvæmt teikningu öll langt innan 200 metra verndarlínu laganna. Íbúarnir telja að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna skapi hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu.
Undirskriftum var safnað meðal íbúa með lögheimili í Skútustaðahreppi sem eru 18 ára og eldri. Samtals skrifuðu 202 ...
Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, skorar á stjórnvöld að auka landvörslu við Mývatn og Laxá. Verndarsvæðið hefur gildi á heimsmælikvarða. Það er á rauðum lista Umhverfisstofnunar sem þýðir að það er í verulegri hættu og er að tapa eða hefur tapað verndargildi sínu að hluta. Fjölgun ferðamanna allt árið gerir nauðsynlegt að veita fé til uppbyggingar ...
40 ár verða liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu þ. 25. ágúst næstkomandi. Tímamótanna verður minnst og þeir heiðraðir sem þarna stóðu að verki á samkomu sem haldin verður þ. 25. ágúst n.k. og hefst kl. 18:00 í Helgey við Miðkvísl. Þar verður stutt fremur hátíðleg athöfn, kórsöngur, ávarp sprengjumanns og afhjúpaður minnisvarði um stíflurofið. Áætlað er að athöfnin taki ...


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: