Borgartréð í Reykjavík 2014 21.11.2014

Borgartréð 2014 er garðahlynur við Sturluhallir Laufásvegi 49-51 þar sem Íslenska auglýsingastofan er til húsa. Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn í dag föstudaginn 21. nóvember. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hlynurinn við Sturluhallir var gróðursettur árið 1922 og er 10,2 m. á hæð og 2,02 í ummál þar sem bolurinn er sverastur, þetta er einhver krónmesti hlynur á landinu. Króna garðahlynsins er yfirleitt regnhlífalöguð hér á landi.

Hlynurinn hefur mikið gildi í ræktun í ...

Garðahlynur, borgartré Reykjavíkur 2014.Borgartréð 2014 er garðahlynur við Sturluhallir Laufásvegi 49-51 þar sem Íslenska auglýsingastofan er til húsa. Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn í dag föstudaginn 21. nóvember. Útnefningin er samstarfsverkefni Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hlynurinn við Sturluhallir var gróðursettur árið 1922 og er 10,2 m. á hæð og 2,02 í ummál þar sem bolurinn er sverastur, þetta er ...

Daníel skoðar furuköngla.Fimmtudaginn 11.september kl. 10.00 – 16.00 heldur Skógræktarfélagi Reykjavíkur þemadag tengdan ræktun jólatrjá. Þemadagurinn verður haldinn að Elliðavatni í Heiðmörk.

Dagskrá:

9.30 - 10.00 Sala jólatrjáa á Íslandi. Flokkun, gæðamál og söluaðferðir - Kynning á dagskrá og viðfangsefni dagsins. Else Möller, skógfræðingur

10.00 - 10.45 Sala jólatrjáa hjá Skógrækt ríkisins - Hvernig fer sala jólatrjáa fram hjá Skógrækt ...

Skógurinn býr yfir dulúð þar sem allt verður auðveldlega bæði dularfullt og spennandi.

Laugardaginn 21. september efnir Skógræktarfélag Kópavogs til ævintýralegrar fræðsludagskrár þar sem skógurinn verður skoðaður með augum litla vísindamannsins.

Meðal þess sem gera á er að fella risastórt tré og aldur þess og saga skoðuð. Hugað verður að jólatrjám og sögu þeirra. Þá verður grafið ofan jörðina og ...

Óðinshani veitist að jaðrakan -  ljósmyndari Sigurjón Einarsson.Fuglavernd í samvinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur verður með fuglaskoðun í Heiðmörk fimmtudagskvöldið 4. júlí. Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 20:00, frá Elliðavatnsbænum og gengið meðfram vatninu og um nágrenni þess. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Edward Rickson leiða gönguna.

Allir velkomnir - munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina ...

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er opinn um helgina frá 11-16. Þar er jólastemmning þar sem ýmsir hönnuðir og handverksmenn eru að kynna og selja vörur sínar. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur jólatré af ýmsum stærðum og gerðum, þ.á.m. hin geysivinsælu tröpputré. Jafnaframt er kaffihús á staðnum þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á kakó og vöfflum og hlusta ...

Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni  verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin  frá klukkan 11-17.  Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra ...

Skógræktarfélag Reykjavíkur velur borgartré árlega í samstarfi við Reykjavíkurborg. Borgartré 2011 verður formlega útnefnt laugardaginn 20. ágúst kl. 11:00.

Dagskrá:
Kl. 10:45 Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari flytur þrjú lög og kynnir hún sérstaklega hvert og eitt þeirra. Þau tengjast öll fuglum og trjám, skógi.
Kl. 11:00 Jón Gnarr borgarstjóri kynnir Borgartréð 2011 og afhjúpar skjöld.
Kl. 11:10 ...

Í ár býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á nýjung í undirbúningi jólanna, með jólamarkað við Elliðavatn, í Elliðavatnsbænum. Jólamarkaðurinn opnar laugardaginn 28. nóvember og verður opinn alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum eða tl 20. desmember, milli kl. 11:00 og 18:00.

Þar verða meðal annars til sölu munir eftir íslenska hönnuði, handverks- og listiðnaðarfólk. Einnig skreytingar, kransar, og ...

Skógræktarfélagið heldur Freysteinsvöku á Elliðavatni laugardaginn 7. nóvember  kl. 13:00-17:00. Umfjöllunarefnið verður náttúrufræðingurinn Freysteinn heitinn Sigurðsson og hin fjölbreytilegu áhugamál hans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Freysteinn starfaði ötullega fyrir Landvernd og var lengi varaformaður samtakanna.

Eftirfarandi viðarafurðir og þjónusta fæst hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur:

  • Viðarkurl 1m3
  • Kamínueldaviður 0,7m3 grind
  • Kamínueldaviður áfylling á 0,7 m3 grind
  • Leiga á áningastað Vígsluflöt og Rariklundur

Sjá verð hér.

Afhending á viðarafurðum hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur fer fram á starfsstöð félagsins á Heimaási í Heiðmörk. Afhending fer fram á fimmtudögum milli kl. 13:00 og 16:00 og á föstudögum ...

Það er alltaf mikil stemning þegar fjölskyldan fer saman í Heiðmörk til að höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður opið í Hjalladal í Heiðmörk helgarnar 15.-16. og 22.-23. desember á milli klukkan 11 til 16. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun vígja jólaskóginn laugardaginn 15. desember klukkan 11 og höggva fyrsta jólatréð.

Jólasveinar koma í heimsókn alla dagana ...

Septembergöngur Skógræktarfélags Reykjavíkur eru að hefjast:
Alla laugardaga í september býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða léttar fræðslugöngur með skemmtilegu ívafi.
-
Allar göngurnar hefjast kl 11:00 og standa í 1-3 tíma. Göngurnar eru léttar og henta öllum aldurshópum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
-

Nýtt efni:

Skilaboð: