Eitraður sveppur - Feyrutrektla 31.8.2014

Feyrutrektla (Clitocybe phyllophila)

Mjallhvítur sveppur sem vex í stórum stíl í lerkiskógum. Ef honum er kippt upp hangir mikið af lerkinálum í sveppþráðum sem tengjast stafnum. Sveppurinn inniheldur múskarín og er illilega eitraður.

Ljósmynd: Clitocybe phyllophila, Wikipedia Commons.

Lummusveppur ()Paxillus involutus

Lummusveppur (Paxillus involutus)

Frekar stór grábrúnn sveppur sem dökknar við snertingu. Flatur hattur með innbeygðu hattbarði. Var áður fyrr talinn ætur eftir suðu en sú aðgerð eyðileggur aðeins þann hluta eiturefnanna sem valda magakvölum. Önnur eiturefni hans geta valdið skemmdum á blóðrásinni þegar þau ná vissu magni í líkamanum.

Ljósmynd: Paxillus involutus, Wikipedia Commons.

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex ...

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Lerkisveppur (Suillus grevillei)

Pípusveppur með gulan til gulbrúnan hatt og gult pípulag undir honum. Mjög góður matsveppur.

Best er að tína unga sveppi og skera stafinn burt af eldri sveppum þar til sést í fagurgult holdið. Myndar svepprót með lerki og vex álíka langt frá trénu og rótarkerfi þess nær. Vex oft í miklu magni í tiltölulega ungum lerkiskógum.

Ljósmynd ...

Ullblekill (Coprinus comatus)

Ullblekill (Coprinus comatus)

Hávaxinn, grannur hattsveppur með ullarkennda áferð á hatti. Bragðgóður sveppur, sérstaklega ef hann er steiktur eða soðinn í rjóma.

Tínið aðeins unga sveppi sem enn eru hvítir og helst lokaðir. Geymist ferskur í nokkra klukkutíma en geymist vel frystur.

Algengur sveppur í byggð, meðfram þjóðvegum þar sem hann vex oft í þyrpingum.

Ljósmynd: Ullblekill (Coprinus comatus) Wikipedia ...

Furusveppur (Suillus luteus)

Furusveppur (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með dökkbrúnan, stundum slímugan hatt og fölgult pípulag. Stafurinn er hvítur og hvítur kragi á honum.

Bragðgóður matsveppur sem hentar vel í flesta svepparétti. Best er að tína sveppinn þegar hann er ungur. Auðvelt er að fletta brúna laginu og slíminu af með hníf.

Ljósmynd: Leccinum scabrum, Wikipedia Commons.

Kóngssveppur (Boletus edulis)

Kóngssveppur (Boletus edulis)
Digur pípusveppur með brúnan hatt og ljóst pípulag sem gulnar heldur við þroskun. Mjög góður matsveppur með bragði sem minnir á hnetur. Ungir sveppir með hvítum staf eru bestir og þá má nota hráa í salöt. Alltíður í skógum á Vesturlandi og hér og hvar, jafnt í náttúrulegum birkiskógum sem plöntuðum barrskógi.

Ljósmynd: Kóngssvepurr (Boletus edulis) Wikipedia ...

Áhugi á sveppatínslu meðal útivistarfólks fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppatendum hér á landi fjölgar og útbreyðsla þeirra eykst. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust.

Við sveppatínslu er að mjög mörgu að hyggja. Þó það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, þá er ...

Nýtt efni:

Skilaboð: