Rifsber og rifsberjahlaup

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)
Rifsberjahlaup:
Notað er 1 kg af sykri á móti 1 kg af berjum, 1/2 bolli af vatni og ein stöng af vanillu. Hrein berin, stönglar og jafnvel lauf eru soðin í vatninu 10–15 mínútur þangað til þau eru sprungin, síuð frá og sett upp aftur með sykrinum og vanillunni, froðan veidd ofan af og soðið í 20 mínútur þangað til loðir milli fingra en ekki lengur. Það má reyna að minnka sykurinn og gera tilraunir með fjallagrös sem rotvarnarefni.

Rifsberjasafinn sigtaður í gegnum bleiu
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmyndir, efst;

Rifsberjahrat í bleiu
Birt:
3. september 2015
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Rifsber og rifsberjahlaup“, Náttúran.is: 3. september 2015 URL: http://nature.is/d/2007/08/16/rifsber/ [Skoðað:18. maí 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. ágúst 2007
breytt: 3. september 2015