Skýrslan Áburðargjöf í lífrænni ræktun á Íslandi er komin út hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við bændur í lífrænni ræktun. Verkefnisstjóri var Christina Stadler.
Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. En nú hefur verið bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít ...