Erlingur Filippusson grasalæknir segir um litunarmosann: „Þennan mosa hef ég hvergi séð eða heyrt notaðan fyrr en móðir mín, Grasa-Þórunn, fór að nota hann sem lyf.“ Hún notaði litunarmosa við hjartveiki og magasári og sauð saman við njóla og horblöðku og áleit að þessi blanda væri góð við svefnleysi og róaði taugarnar.
Ævar Jóhannesson segist líka nota litunarmosa í sitt ...


Í síðustu viku kom út ný bók um jurtalitun sem heitir Foldarskart í ull og fat - Jurtalitun.
„Náttúran í ull“ er nýtt fyrirtæki ungrar konu í Miðfirði, Pálinu F. Skúladóttur, en hún hannar prjónavörur úr einbandi sem hún jurtalitar sjálf en jurtirnar tínir hún að mestu leiti í nágrenni við heimili sitt á Laugarbakka í MIðfirði.