Vogar I - Vogafjós fyrirtæki
Tegund bús: Blandað bú – kýr, kindur og landnámshænur. Ferðaþjónusta – gisting, ferðamannafjós.
Til sölu/þjónusta: Svæðisbundinn matur til sölu í sælkerahorni á veitingastað, s.s. hverabrauð, reyktur silungur, hangikjöt, kindakæfa, mozarellaostur, salatostur, silungskæfa, ýmiss konar handverk o.fl.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Gistihús er opið allt árið, nema frá 23. desember til 31. janúar. Vogafjós er opið frá 1. maí til 30. september og á aðventu frá 20. nóvember til 23. desember. Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Aðstaða: Gisting í 20 herbergjum með baði og morgunverði, auk veitingaaðstöðu.
Heimagerður matur á matseðli.
Annað: Margar náttúruperlur eru í nágrenni Vogafjóss, t.d. Hverfjall, Grjótagjá, Höfði, Dimmuborgir. Einnig Jarðböðin við Mývatn og Fuglasafn Sigurgeirs í Neslöndum. Tjaldsvæði er í næsta nágrenni. Á svæðinu er boðið upp á skoðunarferðir, t.d. í Herðubreiðalindir og Öskju, Dettifoss, Lofthelli o.fl. Á haustin er hægt að kaupa leyfi til rjúpna- og gæsaveiða.
Vogar 1
660
Mývatn
Á Græna kortinu:
Matur úr héraði
Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.
Nýsköpun í heimabyggð
Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.
Vottanir og viðurkenningar:
Beint frá býli
Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.
Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.
Þingeyska Matarbúrið - matur úr héraði
Meginmarkmið matarklasans „Þingeyska matarbúrið - matur úr héraði“ er að stuðla að auknu heildarvirði svæðisins og meiri sjálfbærni þess í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Lögð er áherslu á að þróa, framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á Þingeysku hráefni og matarhefð. Þingeyska matarbúrið tekur þátt í samstarfsverkefnum bæði innanlands og alþjóðlegum enda gefi þau tilefni til aukins árangurs eða stuðli með öðrum hætti að framgangi verkefnisins.