Strandgata 25
460 Tálknafjörður

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Vottanir og viðurkenningar:

Veisla að vestan - matur úr héraði

Veisla að Vestan er samstarfsverkefni um mat og ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Tilgangur Veislu að Vestan er að auka sýnileika og gæðaímynd vestfiskra matvæla. Tilgangur samstarfsins er einnig að efla samstarf fyrirtækja á Vestfjörðum, matvælaframleiðenda, veitingahúsa, verslana og ferðaþjónustustufyrirtækja og hvetja til frekari vöruþróunar og framleiðslu á vörum og þjónustu sem byggja á vestfirsku hráefni.

MSC - Marine Stewardship Council

Marine Stewardship Council eru óháð alþjóðleg samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og vinna að verndun sjávar og sjávarafurða gegnum vottunarkerfi. Samtökin votta sjávarútgerðir og þær sjávarafurðir sem standast staðla þeirra.Þessir staðlar og sú aðferðarfræði sem þeir byggjast á tryggja að hver einasti þáttur í framleiðsluferli þeirra sjávarafurða sem eru merktar með MSC merkinu sé rekjanlegur, hafi staðist skoðun og komi upphaflega frá vottaðri, sjálfbærri útgerð.

Skilaboð: