Náttúruleg baðlaug
Náttúrulegar baðlaugar eru laugar sem að öllu eða miklu leiti eru gerðar af náttúrunnar hendi. Fólki er bent á að ekki eru allar laugar opnar almenningi. Fara skal með gát þegar laugar eru notaðar og alltaf kynna sér hitastig áður en farið er út í.
Tjaldstæði
Svæði ætlað til gistingar í tjöldum og þessháttar búnaði. Ætlast er til að farið sé af gát um náttúruna á og umhverfis svæðin.
Hverasvæði
Jarðhitasvæði eru fjölmörg á Íslandi. Vinsamlegast gætið varúðar við skoðun þeirra, bæði vegna eigin öryggis og vegna náttúruverndar. Við kortleggjum einungis þau svæði sem eru sérstaklega skilgreind og talin örugg fyrir ferðamenn.