Tegund bús: Æðarrækt. Ferðaþjónusta. Blandað bú í smáum stíl.Til sölu: Æðardúnn og sængur. Gæsir. Handprjónaðar vörur.Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.Opnunartími árs: Tekið á móti gestum júní til ágúst. Æðardún o.fl. má panta allt árið.Annað: Sigling með hópa um Jökulfirði og Strandir og skoðunarferðir um Æðey.Gisting og veitingasala er í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Hestaferðir eru í boði á Laugalandi á Langadalsströnd.


Æðey
401 Ísafjörður

4564816
8640150
jonashelgason@visir.is

Á Græna kortinu:

Vottuð náttúruafurð

Afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Vottanir og viðurkenningar:

Vottað lífrænt - Tún

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.

Vottuð náttúruafurð - Tún

Vottunarstofan Tún hefur þróað staðla og vottunarkerfi fyrir afurðir sem ekki teljast lífrænar, en eru af náttúrulegum uppruna. Þetta eru afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: