Í Hafnarhúsi er lögð áhersla á sýningar á framsækinni og tilraunakenndri list eftir viðurkennda innlenda og alþjóðlega samtímalistamenn og ungt og upprennandi hæfileikafólk. Húsið er jafnframt heimkynni Errósafnsins og þar má alltaf ganga að sýningum listamannsins. Erró er einn af upphafsmönnum popplistarinnar í Evrópu og tvímælalaust einn þekktasti samtímalistamaður landsins.

Sex sýningarsalir eru í Hafnarhúsi, auk útiports, fjölnotarýmis og bókasafns. Á annarri hæð er leiksvæði fyrir börn sem nefnist Augnablik – staður til að staðnæmast. Svæðið er ætlað fyrir alla þá sem vilja fá útrás fyrir sköpunargáfuna.

Í Hafnarhúsi finnur þú, hvort í senn, spennandi og djarfar sýningar eftir annálaða innlenda og erlenda listamenn.


Tryggvagata 19
101 Reykjavík

5171200
listasafn@reykjavik.is
http://listasafnreykjavikur.is/

On the Green Map:

Cultural Site

Here you can see all cultural sites in Iceland. These contribute to the country's environment and sense of place in many important ways. Noninstitutional resources, monuments and places, even temporary events may be included.

Museum

Museums all over Iceland.

Art Spot

Places of art and culture all over the country.

Messages: