Ljómalind sveitamarkaður er matar- og handverksmarkaður sem selur eingöngu vörur framleiddar á Vesturlandi. Sveitamarkaðinum er haldið úti af samvinnuhugsjón og að honum standa fimmtán konur sem að skiptast á að leggja fram vinnuframlag í versluninni. Áhersla er lögð á matvöru beint frá býli og að skapa vettvang fyrir matvörur og handverk af Vesturlandi. Fjölmargir aðilar eru í umboðsölu og er framboð vara árstíðabundið.


Brúartorg 4
310 Borgarnes

4371400
ljomalind@ljomalind.is
http://www.ljomalind.is/

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Bændamarkaður

Aðallega árstíðabundnir markaðir sem bjóða upp á staðbundnar og á stundum lífrænt ræktaðar matvörur. Geta einnig verið með aðra framleiðslu úr sveit, s.s. handverk.

Skilaboð: