Markmið fiskmarkaðarins er að gera ferskar og áhugaverðar sjávarafurðir aðgengilegar borgarbúum, skapa jákvæða upplifun af sjávarafurðum og auka fiskneyslu Íslendinga. Aukin almenn vitund, virðing og þekking á auðlindinni tryggir arðbærni og sjálfbæra nýtingu hennar í framtíðinni.
Fiskmarkaðurinn við Gömlu Höfnina er samstarfsverkefni Félags um umsjón fiskmarkaðar við Suðurbugt, Faxaflóhafna, Matís og Reykjavíkurborgar.
Fiskmarkaðurinn við Gömlu Höfnina í Reykjavík er opinn alla laugardaga frá klukkan 10:00 til 17:00


Suðurbugt
101 Reykjavík

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Skilaboð: