Reykskemman á Stað í Reykhólahrepp hefur verið að selja heimareykt hangikjöt síðastliðin ár við góðar undirtektir. Þetta eru afurðir Beint frá býli og Veisla að vestan. Á Stað er rekið félagsbú þar sem Eiríkur og Fríða hafa stundað búskap síðan 1975, voru í félagsbúi með foreldrum Eiríks til 1982 en tóku þá alveg við búinu, árið 2002 kom dóttir þeirra Rebekka og tengdasonurinn Kristján inn í búskapinn. Mikið er lagt í að vanda til verka við allt sem er gert á bænum og sést það vel við ásýnd staðarins. Í hangikjötinu er í boði, lamba-, veturgamalt- og sauðakjöt (sauður er hrútur sem hefur verið geldur og alinn og orðinn veturgamall). Rauðmaginn er veiddur á vorin og reyktur. Æðardúnn og æðardúnssængur eru til sölu.

Tegund bús: Sauðfjár- og kúabú. Æðarrækt.
Til sölu: Heimareykt hangikjöt. Heimareyktur rauðmagi. Æðardúnn.
Tökum á móti: Einstaklingum. Minni hópum ef óskað er eftir.
Opnunartími árs: Hangikjötið er til sölu í nóvember og desember. Rauðmaginn að sumri til.
Æðardúnn allt árið.
Annað: Eyjasigling er með hópferðir frá Staðarhöfn. Bændagisting er á Miðjanesi. Gistiheimili er að Álftalandi á Reykhólum. Hótel Bjarkarlundur er skammt frá. Hlunnindasafn, sundlaug og verslun eru á Reykhólum.


Staður, Reykhólasveit
380 Reykhólahreppur

8931389

On the Green Map:

Certified Product

Products of sustainably harvested natural resources and/or input approved in organic production. Collection and processing of certified product are subject to requirements similar to those for organic products, except for different ecolabelling.

Local Food

Food is grown locally and processed locally. If processed it is either sold locally or domestically. Not neccesarily organic.

Certifications. Labels and Awards:

From first hand

Straight from the farm

Straight from the farm is a project that deals with enabling farmers to sell their own produce straight from the farm. The aim of the project was to develop a mark and supply farmers with the neccesary information to take the first steps to direct-sale of their products. Also to inform the general public and the farmers through the projects website. The founders of the project were; Hólar University College, Living Agriculture, Farmers Travel Services, The Agricultural University of Iceland,  The Farmers Association of Iceland and Innovation Centre Iceland.

The organisation ´Straight from the farm - Association of local producers' (Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila) was foundet early in the year 2008.

Messages: