Staður fyrirtæki
Reykskemman á Stað í Reykhólahrepp hefur verið að selja heimareykt hangikjöt síðastliðin ár við góðar undirtektir. Þetta eru afurðir Beint frá býli og Veisla að vestan. Á Stað er rekið félagsbú þar sem Eiríkur og Fríða hafa stundað búskap síðan 1975, voru í félagsbúi með foreldrum Eiríks til 1982 en tóku þá alveg við búinu, árið 2002 kom dóttir þeirra Rebekka og tengdasonurinn Kristján inn í búskapinn. Mikið er lagt í að vanda til verka við allt sem er gert á bænum og sést það vel við ásýnd staðarins. Í hangikjötinu er í boði, lamba-, veturgamalt- og sauðakjöt (sauður er hrútur sem hefur verið geldur og alinn og orðinn veturgamall). Rauðmaginn er veiddur á vorin og reyktur. Æðardúnn og æðardúnssængur eru til sölu.
Tegund bús: Sauðfjár- og kúabú. Æðarrækt.
Til sölu: Heimareykt hangikjöt. Heimareyktur rauðmagi. Æðardúnn.
Tökum á móti: Einstaklingum. Minni hópum ef óskað er eftir.
Opnunartími árs: Hangikjötið er til sölu í nóvember og desember. Rauðmaginn að sumri til.
Æðardúnn allt árið.
Annað: Eyjasigling er með hópferðir frá Staðarhöfn. Bændagisting er á Miðjanesi. Gistiheimili er að Álftalandi á Reykhólum. Hótel Bjarkarlundur er skammt frá. Hlunnindasafn, sundlaug og verslun eru á Reykhólum.
Staður, Reykhólasveit
380
Reykhólahreppur
8931389
On the Green Map:
Certifications. Labels and Awards:
Straight from the farm
Straight from the farm is a project that deals with enabling farmers to sell their own produce straight from the farm. The aim of the project was to develop a mark and supply farmers with the neccesary information to take the first steps to direct-sale of their products. Also to inform the general public and the farmers through the projects website. The founders of the project were; Hólar University College, Living Agriculture, Farmers Travel Services, The Agricultural University of Iceland, The Farmers Association of Iceland and Innovation Centre Iceland.
The organisation ´Straight from the farm - Association of local producers' (Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila) was foundet early in the year 2008.