Tegund bús: Sauðfjár- og geitabú. Ferðaþjónusta. Kjötvinnsla
Til sölu/þjónusta: Lambakjöt. Hangikjöt. Geitakjöt. Reyktur silungur. Handverk.
Ullarvörur. Kjötsala eftir föngum allt árið.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum
Opnunartími árs: Gisting í boði allt árið. Jeppaferðir í boði allt árið. Fjallakaffi er opið frá 1.maí til 1. október, en hægt er að panta fyrir hópa utan opnunartíma. Veiði í ám og vötnum er í boði. Tjaldvæðið er opið frá 15.maí til 15. september.
Annað: Gisting í torfbæjum. Jeppa- og gönguferðir. Geitaskoðunarferðir. Í sérstökum Veiðipakka er gisting, matur, leiðsögn á gæsa- og rjúpnaveiðitíma. Tjaldsvæði með salerni og sturtu. Í næsta nágrenni er Sænautasel, en þar má kynnast fornu heiðarbýli. Einnig má fara í dagsferðir frá Möðrudal í Öskju, Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll eða gista í skálum sem þar eru.


Möðrudalur
701 Egilsstaðir

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Tjaldstæði

Svæði ætlað til gistingar í tjöldum og þessháttar búnaði. Ætlast er til að farið sé af gát um náttúruna á og umhverfis svæðin.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

List

Staðir tengdir list og menningu um allt land.

Vottanir og viðurkenningar:

Austfirskar krásir - matur úr héraði

Austfirskar Krásir - Matur úr héraði er gæðamerki á matvælum úr austfirsku hráefni, afurðir sem byggja á sérstöðu, handverki og hefðum á Austurlandi. Austfirskar Krásir matreiða og framreiða hráefni af hjartans list undir kjörorðunum Upplifun - Vitund - Sérstaða
Tilgangur samtakanna Austfirskar Krásir - Matur úr héraði er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: