Laufás
601 Akureyri

Á Græna kortinu:

Menningarsetur

Hér eru skráð öll menningarsetur á Íslandi. Þau eiga á ýmsan hátt snaran þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar, umhverfi, menningu og ímynd borga og sveita. Söfn, setur og minnisvarðar sem og staðir sem eru ekki endilega stofnanavæddir eru skráðir í þennan flokk.

Íslenskir þjóðhættir

Minjasöfn og sögustaðir sem tengjast menningu og tækniþróun samfélagsins í gegnum tíðina.

Safn

Söfn um allt land.

Grasþak

Grasþök eru aftur að verða algengari í mörgum löndum. Bæði á háhýsum og sveitabýlum eða frístundahúsum. Á Íslandi er sterk hefð fyrir grasþökum enda hluti af byggingarhefð torfbæjanna. Grasþök eru umhverfisvæn m.a. að því leyti að þau kæla og hreinsa loftið, eru ágætis eldvörn í húsum og endurvinna regnvatn. Grasþök í borgum auka lífsgæði og yndisauka á mölinni.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Sagnfræðileg sérkenni

Byggingar, stofnanir, minnismerki eða ómerkt sögufræg svæði sem hafa sérstaka merkingu fyrir menningu og sögu borgar jafnt sem þjóðar.

Torfbær

Hefðbundin íslensk hús, byggð úr torfi, grasi og grjóti, eftirmyndir og tilgátuhús byggð á grundvelli rannsókna.

Vottanir og viðurkenningar:

Matur úr Eyjafirði - matur úr héraði

Matur úr Eyjafirði/Matur úr héraði – Local food er félag sem vinnur að framgangi eyfirskrar matarmenningar í víðum skilningi. Verkefnið byggist á hugmyndafræði hægrar matarmenningar - Slow Food og er afrakstur klasasamstarfsi ýmissa aðila í matvælaframleiðslu, veitingarekstri og ferðaþjónustu í Eyjafirði. Merkið er ekki vottun sem slík en auðkennir svæðisbundna framleiðslu og þjónustuframboð þeirra sem taka þátt í verkefninu.

Skilaboð: