Tegund bús: Blandað bú, sauðfé og nautgripir. Æðarrækt. Ferðaþjónusta.
Til sölu: Æðardúnn.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Allt árið.
Aðstaða: Tjaldsvæði með salernum, heitu og köldu vatni.
Annað: Minja- og flugminjasafn Egils Ólafssonar er stutt frá. Stutt er á Látrabjarg, Keflavík, Kollsvík, Rauðasand (Sjöundá og Skor).

Hnjótur, Vesturbyggð
451 Patreksfjörður

Á Græna kortinu:

Vottuð náttúruafurð

Afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Tjaldstæði

Svæði ætlað til gistingar í tjöldum og þessháttar búnaði. Ætlast er til að farið sé af gát um náttúruna á og umhverfis svæðin.

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: