Tegund bús: Blandað bú, kýr kindur og hestar til búsnota. Einnig vinalegur hundur og köttur.
Opnunartími: Opið eftir pöntunum. Hafið samband fyrir komu og við leitumst við að verða við óskum um heimsóknir.
Við tökum á móti: Hópum, skólabörnum og einstaklingum á öllum aldri. Góð enskukunnátta og norðurlandamál.
Leiðsögn: Tekið er á móti gestum og leiðsögn veitt um búið og búskapinn.
Annað: Í nágrenninu eru mjög fallegar styttri og lengri gönguleiðir. M.a. gömul þjóðleið af Héraði til Seyðisfjarðar. Gott berjaland. Veiði í Gilsánni, upplýsingar um veiðileyfi er hjá ábúendum.


Gilsárteigur 2
701 Egilsstaðir

Vottanir og viðurkenningar:

Opinn landbúnaður

Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
Áður en heimsókn er ákveðin er gott að hafa í huga mismunandi aðstæður á bæjunum, t.d. salernisaðstöðu, möguleika á að tylla sér og snæða nesti og annað þess háttar.
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.

Skilaboð: