Garðyrkjustöðin Engi - Grasnytjar ehf fyrirtæki
Vottað lífrænt: Kryddjurtir, garðplöntur; pökkun
Vörumerki: Garðyrkjustöðin Engi
Vörur: Kryddjurtir og garðplöntur
Lífrænn bændamarkaður um helgar í júní og ágúst.
Opnunartímar:
föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 12:00-18:00
Tegund búskapar: Garðyrkjubú, kryddjurtir, kirsuberjatómatar, útimatjurtir, ávaxtatré, landnámshænur. Á Engi er stunduð lífræn ræktun.
Opnunartími: Opið alla daga í júní, júlí og ágúst eftir pöntunum.
Við tökum á móti: Hópum (10 manns eða fleiri) á öllum aldri. Góð ensku- og dönskukunnátta.
Leiðsögn: Tekið er á móti gestum og leiðsögn veitt. Fræðsla um garðyrkju og lífræna ræktun ef óskað er.
Aðstaða: Hægt er að setjast við borð í notalegum gróðurskála með ávaxtatrjám, ilmjurtum og fleiru. Panta má kaffisopa eða heimaræktað jurtate.
Annað: Krydd- og lækningajurtagarður, 1000 fermetra völundarhús úr klipptu víðigerði. Ávaxtatré, epli, kirsuber o.fl. Skjól af hávöxnum trjágróðri. Íslenskar landnámshænur, skemmtilegur páfagaukur og kisa. Sala á kryddjurtum og kirsuberjatómötum.
Engi
801
Selfoss
4868910
engi.is
Á Græna kortinu:
Vottað lífrænt
Undirstaða lífræns landbúnaðar er frjósemi jarðvegs, skiptiræktun, lífrænn áburður og velferð búfjár með nægri útivist, rými og lífrænu fóðri. Afurðir má selja með tilvísun til lífrænna aðferða ef óháð vottunarstofa staðfestir að framleiðslan uppfylli staðla.
Matur úr héraði
Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.
Vottanir og viðurkenningar:
Vottað lífrænt - Tún
Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.
Matarklasi Suðurlands - hefðir úr héraði
Matarklasi Suðurlands og Vestmannaeyja hefur það að markmiði að varðveita og hefja til vegs og virðingar hefðir úr héraði í matargerð í anda hinna alþjóðlegu „Slow Food/Hægrar matarmenningar“ samtaka. Með því að nýta hráefni úr næsta nágrenni okkar svo sem unnt er styrkjum við matvælaframleiðslu og aukum fæðuöryggi þjóðarinnar. Það styttir auk þess flutningsleiðir, minnkar mengun og sparar flutningskostnað. Matarklasi Suðurlands hefur þó ekki verið virkur í nokkur ár.
Opinn landbúnaður
Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
Áður en heimsókn er ákveðin er gott að hafa í huga mismunandi aðstæður á bæjunum, t.d. salernisaðstöðu, möguleika á að tylla sér og snæða nesti og annað þess háttar.
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.