Tegund bús: Kúabú. Hrossarækt. Ferðaþjónusta.
Til sölu: Ýmsar vörur frá býlinu.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Allt árið. Eldhús aðeins opið frá 1. júní til 15. september, nema bókað sé fyrirfram.
Aðstaða: Gistiaðstaða fyrir 28 manns. Heitir pottar.
Annað: Gisting, kvöldverður, morgunverður, hádegispakkar, hestaleiga, silungsveiði í Brúará. Fjölbreytt ferðaþjónusta og afþreying er í næsta nágrenni, s.s. á Laugarvatni (13 km) og Geysi (15 km). Stutt er í aðra þjónustu, s.s. sundlaugar, golfvelli, skipulagðar sýningar á íslenska hestinum, bátaleigu, fjórhjólaleigu, flúðasiglingar, gönguferðir með leiðsögn, silungsveiði og hellaskoðun.

Bændagisting í Efsta-Dal er staðsett mitt á milli Laugarvatns og Geysis. Gisting í uppábúnum rúmum/morgunmatur/kvöldverður. Við erum með 40 kúa fjós og notum okkar eigið kjöt, ásamt því að bjóða uppá eigin framleiðslu á súrmjólk, jógúrt, smjöri og ostum. Einnig erum við með landnámshænsni og bjóðum upp á egg frá þeim.

Opið allt árið nema hestaleiga eingöngu á sumrin og panta þarf mat fyrirfram á veturna.


Efsti-Dalur
801 Selfoss

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Matarklasi Suðurlands - hefðir úr héraði

Matarklasi Suðurlands og Vestmannaeyja hefur það að markmiði að varðveita og hefja til vegs og virðingar hefðir úr héraði í matargerð í anda hinna alþjóðlegu „Slow Food/Hægrar matarmenningar“ samtaka. Með því að nýta hráefni úr næsta nágrenni okkar svo sem unnt er styrkjum við matvælaframleiðslu og aukum fæðuöryggi þjóðarinnar. Það styttir auk þess flutningsleiðir, minnkar mengun og sparar flutningskostnað. Matarklasi Suðurlands hefur þó ekki verið virkur í nokkur ár.

Skilaboð: