Fyrirtæki sem flytur inn og selur ýmiss konar heilsuvörur; bætiefni, lífræna matvöru og lífrænar snyrtivörur. Mamma veit best ehf. leggur mikið upp úr því að vera með sem mest lífrænt og fair trade án aukefna. Nafn fyrirtækisins vísar í stefnu fyrirtækisins; að best sé að leita til móður náttúru til heilsueflingar og að það sé skylda okkar að hugsa vel um mömmu okkar allra, jörðina.


Laufbrekka 30
200 Kópavogur

Á Græna kortinu:

Græn verslun

Grænar verslanir hafa þá meginstefnu að bjóða upp á afurðir úr héraði, lífrænt- og umhverfisvottaðar vörur. Stærri matvöruverslanir s.s. Bónus, Nettó, Samkaup, Hagkaup og Krónan bjóða auk þess upp á æ stærra vöruúrval í grænum deildum sínum. 

Sanngirnisvottun

Tákn um Fair Trade (sanngirnisvottun, réttlætismerki) fá einungis þeir sem leggja megin áherslu á sölu Fair Trade vara í verslun sinni og samtökum sem leggja mikla áherslu á að kynna almenningi hugmyndafræði sanngjarnra viðskipta. 

Verslun með lífrænt framboð

Verslun eða vefverslun sem leggur aðaláherslu á að bjóða upp á lífrænt vottaðar vörur. Aðeins ein verslun hefur þó fengið lífræna vottun, þ.e. Matarbúr Kaju á Akranesi og í Reykjavík.

Skilaboð: