Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar.

Garðurinn hlaut nafnið Perlufesti að tillögu Gjörningaklúbbsins. Nafnið vísar til hringlaga afstöðu verkanna til hvert annars í garðinum, en undirstrikar einnig að listakonurnar og verk þeirra eru sérstök hvert fyrir sig, líkt og perlur sem hafa verið þræddar upp á þráð. Verkin eru:

Landnámskonan eftir Gunnfríði Jónsdóttur (1889–1968).
Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson (1892-1962).
Maður og kona eftir Tove Ólafsson (1909-1992).
Piltur og stúlka eftir Þorbjörgu Pálsdóttur (1919-2009).
Sonur eftir Ólöfu Pálsdóttur (1920).
Nafarinn eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975).


Hljómskálagarðurinn

Messages: