Guðbrandsstofnun er sjálfstæð rannsókna- og fræðastofnun við Háskólann á Hólum og starfar hún samhliða deildum hans.  Aðilar að henni eru Hólaskóli, embætti vígslubiskups á Hólum f.h. Þjóðkirkjunnar og Háskóli Íslands. Hún lýtur sérstakri stjórn og hefur sjálfstæðan fjárhag. Í stjórninni sitja Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup formaður, Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hjalti Hugason prófessor, fulltrúi Háskóla Íslands. 

Markmið stofnunarinnar er að treysta þekkingu á sviði ýmissa fræðigreina, einkum guðfræði, sögu, bókmennta, fornleifafræði, siðfræði, prentlistar og sögu, kirkjulistar, tónlistar og myndlistar og að auki á sviði þeirra greina raunvísinda sem stundaðar eru bæði við Háskóla Íslands og Hólaskóla.

Guðbrandsstofnun er kennd við Guðbrand Þorláksson, einn helsta biskup sem setið hefur Hólastað. Hlutverk hans í íslenskri menningarsögu var mikið, bæði sem kennimanns, forvígismanns á sviði prentlistar og útgáfustarfsemi auk þess sem hann lagði stund á myndlist og hafði þekkingu á náttúrufræði.


Hólar í Hjaltadal
551 Sauðárkrókur

Á Græna kortinu:

Vísindalegar rannsóknir

Rannsóknarsetur háskóla, stofnana sem og einkaaðila sem vinna að rannsóknum á sviði umhverfis og náttúru.

Skilaboð: