Þjórsárver
Þjórsárver er samheiti yfir ver og gróðursvæði milli Hofsjökuls og Sprengisands. Þjórsárver eru einstök í íslenskri náttúru að því leyti að gróðurþekjan er í yfir 600 metra hæð og þar á einn þriðji hluti allra heiðagæsa í heiminum varpstöðvar sínar. Afréttir Gnúpverja (Gnúpverjaafréttur) og Ásamanna liggja meðal annars í Þjórsárverum.
Þjórsárver eru gróðursæl ver með tjörnum og rústum. Vestan Þjórsár einkennast verin einnig af þeim mörgu jökulkvíslum sem koma undan Hofsjökli. Svæðið er flatlent og hallalítið. Innst í Þjórsárverum eru tvö Arnarfell, hið mikla og hið litla.
History
Í Þjórsárverum verpa þriðjungur allra heiðagæsa í heiminum. Sumarið 1951 rannsakaði Peter Scott stofninn og skrifaði um það bók.
Protection
Frá árinu 1981 hafa Þjórsárver verið friðuð samkvæmt Umhverfisstofnun og Ramsar-samþykktin nær utan um votlendið og fuglalífið.