Þjórsárver er samheiti yfir ver og gróðursvæði milli Hofsjökuls og Sprengisands. Þjórsárver eru einstök í íslenskri náttúru að því leyti að gróðurþekjan er í yfir 600 metra hæð og þar á einn þriðji hluti allra heiðagæsa í heiminum varpstöðvar sínar. Afréttir Gnúpverja (Gnúpverjaafréttur) og Ásamanna liggja meðal annars í Þjórsárverum.

Þjórsárver eru gróðursæl ver með tjörnum og rústum. Vestan Þjórsár einkennast verin einnig af þeim mörgu jökulkvíslum sem koma undan Hofsjökli. Svæðið er flatlent og hallalítið. Innst í Þjórsárverum eru tvö Arnarfell, hið mikla og hið litla.

History

Í Þjórsárverum verpa þriðjungur allra heiðagæsa í heiminum. Sumarið 1951 rannsakaði Peter Scott stofninn og skrifaði um það bók.

Protection

Frá árinu 1981 hafa Þjórsárver verið friðuð samkvæmt Umhverfisstofnun og Ramsar-samþykktin nær utan um votlendið og fuglalífið.


On the Green Map:

Ramsar Site

Wetlands established by the intergovernmental Ramsar Treaty, that are of great international value and important for conserving biological diversity. In Iceland they include lakes, rivers, marshes, estuaries, ponds and sea-bays.

Nature Reserve

Common to all the reserves is protection of wildlife and landscape and a restriction on development and public access.
Cat. I – acc. to IUCN classification.

Messages: