miðvikudagur, 1. júní 2016 kl. 0:00

föstudagur, 1. júlí 2016 kl. 0:00

01.0602.0603.0604.0605.0606.0607.0608.0609.0610.0611.0612.0613.0614.0615.0616.0617.0618.0619.0620.0621.0622.0623.0624.0625.0626.0627.0628.0629.0630.0601.07ávöxturblómblaðróttréýmislegtóhagstætt



Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Sáðalmanak Náttúrunnar er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til eða gróðursetja hina sex flokka; ávexti, blóm, blöð, rót, tré og ýmislegt. Einnig hvenær óhagstætt er að sá eða gróðursetja. Þú getur valið um að sjá einn dag, viku eða mánuð í senn. Með smelli á reitina sérð þú nákvæmar tímasetningar, þ.e. frá klukkan hvað og til klukkan hvað tímabilið stendur. 

Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur.

•    Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar
•    Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál
•    Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og brokkólí
•    Til ávaxta teljast baunir, linsubaunir, allar korntegundir, kúrbítur, grasker, agúrkur, tómatar og maiskorn

Annað skýrir sig sjálft.

Grafík: Sáð í takt við sáðalmanakið, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir. 

Skilaboð: