Iceland Responsible Fisheries (IRF) vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlega viðurkenndum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt siðareglum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og leiðbeiningum FAO um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum stofnum. Um er að ræða vottun óháðs þriðja aðila sem er sú tegund vottunar sem gerir mestar kröfur um hlutlægni í mati á viðfangsefninu. Samið var við Global Trust Certification Ltd. á Írlandi um samstarf um þróun vottunarferilsins. Fyrirtækið er óháður vottunaraðili og sérstaklega faggiltur af alþjóðlega viðurkenndum faggildingaraðila til að sinna vottun af þessu tagi.

Vefsíða: http://responsiblefisheries.is/islenska

Skilaboð: