Bráð eituráhrif (NÝTT)
Efni eða efnablöndur sem valda bráðum eiturhrifum við inntöku, snertingu við húð og/eða innöndun. Efni og efnablöndur með þetta hættumerki geta verið banvæn.
Dæmi:
Varnarefni, sæfiefni, metanól.
Varúðarreglur:
Þessar vörur finnast yfirleitt ekki á hefðbundnum heimilum og eru flestar háðar sérstöku leyfi við innkaup. Við notkun og meðhöndlun þarf hugsanlega að nota öndunarbúnað, hlífðarhanska, hlífðargleraugu og sérstakan vinnufatnað. Eiturefni verður að geyma í lokuðum hirslum. Íláti og innihaldi þess skal farga í samræmi við gildandi reglur.
Hætta:
Vörurnar eru eitraðar og geta verið banvænar við inntöku, snertingu við húð og/eða innöndun.