Blái kransinn (Den Blå Krans) er opinbert ofnæmismerki Danmerkur og sýnir að varan hefur verið þróuð í samráði við dönsku astma- og ofnæmissamtökin. Ofnæmismerkið miðast við snertiofnæmi og því má sjá merkið á vörum sem komast í beina snertingu við húðina. Merkið felur ekki í sér lífræna vottun.

Ofnæmismerkið þýðir ekki að varan sé viðurkennd af eða framleidd fyrir tilstuðlan dönsku astma- og ofnæmissamtakanna. Hins vegar felur merkið í sér að samtökin hafa farið í gegnum innihaldsefni vörunnar og staðfest að í ljósi nýjustu rannsókna felist lágmarks áhætta á ofnæmi við notkun vörunnar. Það ber því að líta á staðfestingu samtakanna sem leiðbeiningu en ekki tryggingu.

Vefsíða: http://www.astma-allergi.dk/

Skilaboð: