Öko-Tex er evrópskt umhverfismerki fyrir vefnaðarvörur, föt og áklæði og teppi. Gerðar eru kröfur um að tilbúin efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu svo sem formaldehíð, skordýraeitur, PCB, þungmálmar og aðrar leifar af tilbúnum efnum í textíl verði að vera undir alþjóðlegum styrktarmörkum. Vefnaðurinn er prófaður eftir Öko-Tex standard 100. Leyfi til merkingar þarf að endurnýja árlega en skila þarf skýrslu á hálfsársfresti.

Vefsíða: http://www.oeko-tex.com/OekoTex100_PUBLIC/index.asp

Skilaboð: