Ferðamálastofa stendur að gæða- og umhverfiskerfinu Vakanum. Vakinn felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Kerfinu er ætlað að auka öryggi og efla gæði  og fagmennsku á sviði ferðaþjónustu. Hægt er að taka þátt í annað hvoru; gæðakerfi Vakans eða bæði gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Hér á Vef Náttúrunnar eru áhersla lögð á að skrá þátttakendur sem uppfylla bæði gæða- og umhverfiskerfi Vakans. Umhverfismerki Vakans er í þremur stigum; brons, silfur og gull.

Vefsíða: http://www.vakinn.is/

Skilaboð: