TCO er sænskur umhverfis- og orkustaðall sem er á vegum sænsks stéttarfélags, TCO Tjänstemännens Central Orgnainsation. Upp úr 1980 fór stéttarfélagið að hafa áhyggjur af hnignandi heilsufari skrifstofufólks. Merkingin miðar að því að bæta vinnuumhverfi og taka tillit til umhverfisins. TCO merking nær aðallega yfir rafmagnsvörur eins og tölvur, tölvuskjái og farsíma. Seljandi tölvu sem dæmi verður að bjóða upp á að taka hana í endurvinnslu eftir förgun. Það sem greinir Tco merkingu frá hinum umhverfismerkjunum er að merkingin nær yfir sértæka vöruflokka.

Vefsíða: http://www.tcodevelopment.com/

Skilaboð: