Hættulegt heilsu
Hættulegt heilsu. Efni sem geta valdið bráðum eitrunum, haft heilsuspillandi áhrif til lengri eða skemmri tíma við endurtekna notkun. Einnig efni sem valda ofnæmi í öndunarfærum (astmi).
Dæmi: Vörur með lífrænum leysiefnum (olíumálning, lökk og bón), varnarefni (illgresiseyðar, skordýra- og nagdýraeitur). Terpentína, etýlenglýkól, klóróform, ýmis efni unnin úr jarðolíu.
Ath. Tákn sem fjarlægja skal í áföngum!
Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/laerdu-ad-thekkja-merkin/haettumerki/